Guðni Bergsson var í dag endurkjörinn formaður KSÍ á 73. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Nordica Reykjavik hótelinu en hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni í formannskjörinu.

Guðni mun því leiða KSÍ áfram næstu tvö árin, annað kjörtímabilið hans sem formaður sambandsins.

Alls voru 152 atkvæði í boði og voru 147 aðilar mættir til að kjósa í dag.

Guðni Bergsson fékk 119 atkvæði í kosningunni en Geir fékk aðeins 26 atkvæði.

Tveir skiluðu inn auðum seðli og var Guðni því kjörinn formaður KSÍ á ný.