Íslenski boltinn

Guðni vann yfirburðarsigur í formannskjöri KSÍ

Guðni Bergsson var í dag endurkjörinn formaður KSÍ á 73. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Nordica Reykjavik hótelinu en hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni í formannskjörinu.

Guðni á ársþinginu í dag. Fréttablaðið/Eyþór

Guðni Bergsson var í dag endurkjörinn formaður KSÍ á 73. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Nordica Reykjavik hótelinu en hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni í formannskjörinu.

Guðni mun því leiða KSÍ áfram næstu tvö árin, annað kjörtímabilið hans sem formaður sambandsins.

Alls voru 152 atkvæði í boði og voru 147 aðilar mættir til að kjósa í dag.

Guðni Bergsson fékk 119 atkvæði í kosningunni en Geir fékk aðeins 26 atkvæði.

Tveir skiluðu inn auðum seðli og var Guðni því kjörinn formaður KSÍ á ný.

Geir Þorsteinsson ásamt Eggerti Magnússyni á ársþinginu í dag. Fréttablaðið/eyþór

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Víkingur semur við Atla Hrafn og Júlíus

Íslenski boltinn

Ljúka leik í Svíþjóð

Íslenski boltinn

Sandra meidd - Ásta Eir inn í hópinn

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Auglýsing