Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, birtir færslu á twitter-síðu sinni í morgunsárið þar sem hann stappar stáli í knattspyrnuáhugamenn landsins eftir erfiða fjóra daga hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. 

Þar biður formaðurinn um að liðinu sé bæði sýndur skilningur og þolinmæði, auk þess sem hann biðlar til knattspyrnusamfélagsins að standa saman á þessum erfiðu tímum .

Hann minnir á að meiðsli herji á lykilleikmenn liðsins og að liðið hafi mætt einu besta liði heims þegar það laut í gras með þremur mörkum gegn engu á móti Belgíu í öðrum leik sínum í Þjóðadeild UEFA í gær. 

Færsluna í heild sinni má lesa hér að neðan: