Enski boltinn

Gundogan íhugar framtíð sína hjá Manchester City

Ilkay Gundogan segir ekki endilega víst að hann semji á ný við Manchester City en hann á fimmtán mánuði eftir af samningi sínum á Etihad-vellinum.

Gundogan mætti með Guardiola á blaðamannafundinn í dag. Fréttablaðið/Getty

Ilkay Gundogan segir ekki endilega víst að hann semji á ný við Manchester City en hann á fimmtán mánuði eftir af samningi sínum á Etihad-vellinum.

Þýski miðjumaðurinn er á þriðja tímabili sínu hjá Manchester City eftir að félagið keypti hann frá Dortmund. Hann skrifaði þá undir fjögurra ára samning sem klárast næsta sumar.

Gundogan sem er 28 ára gamall sat fyrir spurningum blaðamanna í dag og gaf til kynna að hann gæti yfirgefið ensku meistarana á næstunni þótt að honum liði vel í Manchester.

„Ég er orðinn 28 ára gamall og veit að næsti samningurinn verður líklegast hjá því liði sem ég mun spila með út ferilinn. Kannski er kominn tími á að prófa nýja áskorun, ég er með opinn hug fyrir því. Við munum skoða okkar mál í sumar.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

De Gea ofarlega á óskalista Zidane

Enski boltinn

Meistaraheppni hjá Manchester City um helgina

Enski boltinn

Gylfi Þór skoraði í sigri á Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Auglýsing