Enskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að forráðamenn Manchester City hefðu tilkynnt þýska miðjumanninum Ilkay Gundogan að honum væri heimilt að finna sér nýtt félag í sumar.

Gundogan á eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Pep Guardiola fékk til City árið 2016.

Þjóðverjinn hefur byrjað tuttugu leiki af 37 hjá Manchester City í vetur og vill komast að hjá liði þar sem hann er fyrsti kostur á miðsvæðinu.

Þýski miðjumaðurinn fór frá Englandi í einkaþotu í gær og í kjölfarið af því hófst fréttaflutningur að hann væri í viðræðum við félög á meginlandinu.