Íslenski boltinn

Guðmundur Steinn skaut Stjörnunni á toppinn

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í dag. Stjarnan fór á toppinn með sigri í Árbænum en vandræði FH halda áfram. Keflavík tapaði enn einu sinni.

Fréttablaðið/Ernir

Stjarnan tyllti sér á topp Pepsi-deildar karla með 0-2 sigri á Fylki í dag. Þetta var fyrsti leikur Fylkismanna á sínum heimavelli í sumar.

Fylkismaðurinn Elís Rafn Björnsson fékk að líta rauða spjaldið á 71. mínútu. Tíu mínútum síðar kom varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson Stjörnunni yfir.

Garðbæingar fengu vítaspyrnu á 84. mínútu en Hilmar Árni Halldórsson skaut framhjá. Það gerði ekki til því Guðmundur Steinn skoraði annað mark sitt á lokamínútunni. Lokatölur 0-2, Stjörnunni í vil. Fylkir er aftur kominn niður í fallsæti.

Eyjamenn fagna. Þeir gerðu góða ferð í Kaplakrika. Fréttablaðið/Ernir

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði bæði mörk ÍBV í 0-2 sigri á FH í Kaplakrika. Með sigrinum komust Eyjamenn upp í 8. sæti deildarinnar. FH-ingar, sem hafa aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum, eru í 5. sætinu.

KA vann öruggan 0-3 sigur á botnliði Keflavíkur. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk og Ásgeir Sigurgeirsson eitt.

Þá gerðu KR og Fjölnir markalaust jafntefli vestur í bæ.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

Íslenski boltinn

Fengu á sig sjö í lokaleiknum

Íslenski boltinn

Komnir í milliriðla eftir stórsigur á Gíbraltar

Auglýsing

Nýjast

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Wenger boðar endurkomu sína

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Turan fær væna sekt fyrir líkamsárás

Auglýsing