Íslenski boltinn

Guðmundur Steinn skaut Stjörnunni á toppinn

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í dag. Stjarnan fór á toppinn með sigri í Árbænum en vandræði FH halda áfram. Keflavík tapaði enn einu sinni.

Fréttablaðið/Ernir

Stjarnan tyllti sér á topp Pepsi-deildar karla með 0-2 sigri á Fylki í dag. Þetta var fyrsti leikur Fylkismanna á sínum heimavelli í sumar.

Fylkismaðurinn Elís Rafn Björnsson fékk að líta rauða spjaldið á 71. mínútu. Tíu mínútum síðar kom varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson Stjörnunni yfir.

Garðbæingar fengu vítaspyrnu á 84. mínútu en Hilmar Árni Halldórsson skaut framhjá. Það gerði ekki til því Guðmundur Steinn skoraði annað mark sitt á lokamínútunni. Lokatölur 0-2, Stjörnunni í vil. Fylkir er aftur kominn niður í fallsæti.

Eyjamenn fagna. Þeir gerðu góða ferð í Kaplakrika. Fréttablaðið/Ernir

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði bæði mörk ÍBV í 0-2 sigri á FH í Kaplakrika. Með sigrinum komust Eyjamenn upp í 8. sæti deildarinnar. FH-ingar, sem hafa aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum, eru í 5. sætinu.

KA vann öruggan 0-3 sigur á botnliði Keflavíkur. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk og Ásgeir Sigurgeirsson eitt.

Þá gerðu KR og Fjölnir markalaust jafntefli vestur í bæ.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Leystu verkefnið fagmannlega í Andorra

Íslenski boltinn

Ísland hóf undankeppnina með sigri

Íslenski boltinn

Aron og Alfreð byrja báðir

Auglýsing

Nýjast

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Auglýsing