Handbolti

Guðmundur: Bjartsýnn fyrir leikinn gegn Spáni

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta fór yfir málin fyrir leik liðsins gegn Spáni á heimsmeistaramótinu á blaðamannafundi í dag.

Guðmundur Þórður Guðmundsson segir að laga þurfi ákveðin atriði í varnarleiknum í leiknum gegn Spáni til þess að ná í hagstæð úrslit í þeim leik. Fréttablaðið/Anton

Íslenska karlalandsliðið í handbolta notar daginn í dag til þess að endurheimta orku eftir erfiðan leik gegn Króatíu á heimsmeistaramótinu í gær. Þá undirbýr liðið sig af kostgæfni fyrir leikinn gegn Spáni sem fram fer á morgun. Íslenska liðið spilaði vel í fyrsta leik sínum á mótinu gegn Króatíu, en tap var hins vegar niðurstaðan. Næsta verkefni er að etja kappi við ógnarsterkt lið Spánar. 

Guðmundur Þórður Guðmundsson sat fyrir svörum blaðamanna á hóteli íslenska liðsins í München í hádeginu í dag. Þar sagði Guðmundur varnarleik Íslands hafa verið ábótavant í tapinu gegn Króatíu, en hann sé hins vegar bjartsýnn fyrir leikinn gegn ríkjandi Evrópumeisturum. 

„Viður­eign­in gegn króatíska liðinu kostaði leikmenn liðsins mikla orku og næsti leik­ur okkar mun einnig gera það. Við erum að fara yfir leiðir til þess að leysa þau varnarafbrigði sem Spánverjar nota mest, það er aðgangshörð 5-1 vörn og 6-0 vörn sem við áttum í miklum erfiðleikum með síðast þegar við mættum þeim,“ sagði Guðmund­ur á blaðamannafundinum.

„Mér fannst spilamennska okkar í leiknum gegn Króatíu sýna það að við eigum fullt erindi á móti bestu liðum heims. Við för­um bjart­sýn­ir í leik­inn við Spán­verja og teljum okkur eiga möguleika á að ná í stig í þeim leik. Það þarf hins vegar allt að ganga upp í okkar leik til þess að svo eigi að fara. Frammisaðan gegn Króatíu gaf okkur sjálfstraust fyrir leikinn gegn Spáni,“ sagði Guðmund­ur Þórður.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Handbolti

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Handbolti

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

City með öruggan sigur á Huddersfield

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing