Íslenski boltinn

Guðmundur aftur til Þróttar

Þróttur hefur fengið bakvörðinn Guðmund Friðriksson frá Breiðabliki.

Guðmundur í leik með Þrótti gegn Fylki sumarið 2016. Fréttablaðið/Eyþór

Guðmundur Friðriksson er genginn í raðir Þróttar R. frá Breiðabliki. Hann mun því leika með Þrótturum í Inkasso-deildinni í sumar.

Guðmundur þekkir ágætlega til hjá Þrótti en hann lék sem lánsmaður með liðinu seinni hluta tímabilsins 2016.

Guðmundur, sem er 24 ára bakvörður, kom til Breiðabliks 2009. Hann lék 64 leiki í græna búningnum og skoraði eitt mark.

Þróttur endaði í 3. sæti Inkasso-deildarinnar á síðasta tímabili.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Víkings á Fylki í aldarfjórðung

Íslenski boltinn

Ungu strákarnir í stuði í Egilshöll

Íslenski boltinn

Tímamótamark Lennons tryggði FH sigur í Grindavík

Auglýsing

Nýjast

Fram fer vel af stað

ÍR nældi í sín fyrstu stig í vetur

Liverpool áfram taplaust á toppnum

Magni sendi ÍR niður um deild

Nýliðarnir unnu báðir í leikjum sínum

Berglind Björk skoraði tvö og varð markahæst

Auglýsing