New York City sótti þá Atlanta heim. Guðmundur byrjaði leikinn á varamannabekk New York en var skipt inn á í stöðunni 1-0 fyrir Atalanta á 61. mínútu.

Á 89. mínútu fékk New York aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Atalanta. Guðmundur tók spyrnuna og klíndi boltanum upp í samskeytin framhjá Brad Guzan, fyrrum markmanni Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Stórglæsilegt mark hjá Guðmundi.

Guðmundur er á sínu öðru tímabili hjá New York City en áður lék hann í Noregi og í Svíþjóð. Hann hefur mátt þola talsvert af bekkjarsetu á þessu tímabili en markið glæsilega gæti komið honum í byrjunarliðið.