Fyrir 60 árum síðan fæddist pattaralegur strákur í Lanús í Buenos Aires í Argentínu sem átti eftir að ganga undir nafninu Diego Armando Maradona og vera ein mesta goðsögn sem knattspyrnuheimurinn hefur alið af sér. Hann var kallaður Gullstrákurinn þegar hann var að alast upp í Argentínu og það viðurnefni festist við hann fram á fullorðinsár.

Hann ólst upp við mikla fátækt en þegar hann var átta ára gamall af þjálfara sem starfaði fyrir hverfisliðið Estrella Roja. Maradona spilaði svo fyrir unglingalið Buenos Aires, Argentinos Juniors.

Þegar Maradona var 12 ára gamall var hann boltastrákur á leik með aðalliði Buenos Aires og vakti aðdáun hjá áhorfendum þegar hann sýndi listir sínar með boltann í hálfleik. Maradona var einhvern tímann spurður um fyrirmyndir sínar í knattspyrnunni í æsku og nefndi hann þá til sögunnar brasilíska sóknartengiliðinn Rivelino og velska vængmanninn George Best sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United.

Í október árið 1976 spilaði Maradona sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Argentinos Juniors, 10 dögum áður en hann varð 16 ára gamall. Hann mætti til leiks í treyju númer 16 en hann varð þarna yngsti leikmaðurinn til þess að spila í argentínsku efstu deildinni. Maradona skoraði svo sitt fyrsta deildarmark tveimur vikum eftir að hann varð 16 ára gamall.

Maradona spilaði fyrir Argentinos Juniors frá 1976 to 1981, scoring 115 mörk í 167 leikjum fyrir liðið urðu til þess að Boca Juniors festu kaup á ungstirninu. Maradona fékk betra samningstilboð frá River Plate en hann ákvað hins vegar að semja við Boca Juniors þrátt fyrir það. Hann skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sem hann spilaði fyrir Boca Juniors í apríl árið 1981.

Skömmu síðar skoraði hann eitt marka liðsins í sigri í fyrsti leikur hans með Boca Juniors í Superclassico gegn River Plate á La Bombonera-leikvanginum. Á þessari leiktíð vann Maradona sinn fyrsta og eina argentínska meistaratitil.

Tryllingslegur glampinn í augum Maradona þegar hann fagnaði síðasta markinu sem hann skoraði á heimsmeistaramóti með því að horfa framaní heiminn í gegnum myndavélina er eitt af því síðasta sem heimurinn sá af honum á þeim vettvangi. Eftir leikinn var hann svo leiddur í lyfjapróf af lyfjaeftirlitinu og flestir sem horfðu á leikinn gerðu sér í hugarlund í hvað stefndi.

Fyrra mark Maradona í átta liða úrslitum HM 1986 á móti Englandi er talið eitt af fallegustu mörkum knattspyrnusögunnar. Þegar upp var staðið skoraði Maradona 34 mörk í þeim 91 landsleik sem hann spilaði en hann er fimmti markahæsti leikmaður Argentínu í sögunni eins og sakir standa.

Í desember árið 2000 kunngjörði alþjóða knattspyrnusambandið niðurstöður sína úr kosningu á besta leikmanni 20. aldar og þar voru Maradona og Brasilíumaðurinn Pele jafnir í efsta sæti.

Eftir að knattspyrnuferlinum lauk árið 1997 hefur Maradona sinnt ýmsum þjálfara- og ráðgjafastörfum fyrir knattspyrnufélög. Reglulega kemst hann svo í fréttirnar fyrir háttsemi sem ber þess keim að hann eigi enn í miklum vandræðum með áfengis- og kókaínneyslu sína.

Oftsinnis hefur hann játað fíkn sína og reglulega leitaði hann til vinar síns, Fidel Castro, fyrrveandi forseta Kúbu, í leit að læknisaðstoð og meðferðarstarfi þar í landi. Þá hefur hann mikið dálæti á samlanda sínum og byltingarsinnað hershöfðingjanum Ernesto Che Guevara. Maradona þjálfar nú argentínska úrvalsdeildarliðið Gimnasia de La Plata.

Sumarið 1982 söðlaði Maradona svo um til Katalóníu í herbúðir Barcelona. Í júní árið 1983 lék Maradona svo vel á móti Real Madrid í El Clásico Real Madrid að stuðningsmenn brutu odd á oflæti sínu og hylltu argentínska knattspyrnusnillinginn.

Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem stuðningsmenn Real Madrid bregðsast við tilþrifum leikmanns Barcelona með þeim hætti. Ronaldinho í El Clásico í lok árs 2005 og Andrés Iniesta í nóvember árið 2015 bættust seinna í þann hóp með Maradona.

Veikindi, meiðsli og skaphiti Maradona innan vallar varð til þess að hann átti erfiða tíma hjá félaginu. Maradona þjáðist af lifrarbólgu og ökklabrotnaði svo eftir groddaralega Andoni Goikoetxea, leikmanns Athletic Bilbao, í september árið 1983 ógnaði knattspyrnuferli Maradona. Sem betur fer snéri Maradona aftur inn á knattspyrnuvöllinn eftir endurhæfingu þremur mánuðum síðar.

Vorið 1984 lágu leiðir Maradona og Goikoetxea aftur saman með miður skemmtilegum hætti í úrslitaleik spænska konungsbikarsins. Hraustleg tækling Goikoetxea, ögrun Miguel Sola, leikmanns Athletic Bilbao og kynþáttafordómar sem Maradona varð fyrir af stuðningsmönnum Bilbao urðu til þess að hann brjálaðist og gekk berserksgang eftir 1-0 tap Barcelona.

Maradona skallaði Sola gaf öðrum leikmanni Athletic Bilbao vænt olnbogaskot og enn öðrum leikmanni Athletic Bilbao hnéspark í andlitið. Allt varð vitlaust inni á vellinum í kjölfarið og fjöldaslagsmál brutust út fyrir framan spænska konunginn, Juan Carlos, og aðra 100.000 áhorfendur sem höfðu lagt leið sína á völlinn sem og þá sem horfðu á leikinn í beinni útsendingu.

Þessi uppákoma var kornið sem fyllt mælinn hjá forráðamönnum Barcelona en Maradona hafði átt í reglulegum illdeilum við Josep Lluís Núñez, forseta félagsins. Þrátt fyrir að hafa skorað 38 mörk í þeim 58 leikjum sem hann spilaði í búningi Barcelona var hann seldur til Napoli sumarið 1984.

Þegar Maradona var kynntur til leiks hjá Napoli mættu 75,000 stuðningsmenn liðsins til þess að taka á móti honum á San Paolo-leikvanginum. Það voru erfiðir tímar í Napoli á þessum tíma en enginn starfandi borgarstjóri var í borginni, allar grunnstoðir voru í rúst og illur þefur var vegna skorts á hreinlæti. Áhyggjur vegna þessa viku til hliðar þegar Maradona mætti á svæðið að sögn staðarblaðanna í greinum sem birtust í kjölfar komu hans.

Félög frá Norður-Ítalíu, AC Milan, Juventus, Inter Milan og Roma, höfðu fram að þessum tíma borið höfuð og herðar yfir önnur lið í ítalskri knattspyrnusögu. Raunar hafði ekkert lið frá suður-Ítalíu unnið ítalska meistaratitilinn á þessum tíma.

Hjá Napoli blómstraði Maradona og hann var gjörsamlega dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum félagsins. Mardona var fyrirliði liðsins þegar það vann ítalska meistaratitilinn í fyrsta skipti í sögunni vorið 1987 en liðið vann einnig ítalska bikarinn það keppnistímabilið.

Miklir efnahagserfiðleikar voru í sunnanverðri Ítalíu á þeim tíma sem Maradona spilaði fyrir Napoli og sögur segja að mafían í Napoli hafi sé að mestu um launagreiðslur félagsins til hans. Maradona var í guðatölu í borginni líkt og hann er í á argentínskri grundu og fjölmörg börn voru skírð í höfuðið á honum. Napoli unnu svo Evrópukeppni bikarhafa árið 1989 og urðu síðan aftur ítalskir meistarar vorið 1990.

Mörkin 115 sem Maradona skoraði fyrir Napoli gerðu hann að markahæsta leikmanni í sögu félagsins þar til Marek Hamšík skaut honum ref fyrir rass árið 2017. Þrátt fyrir velgengni innan vallar var Maradona í vandræðum utan vallar og kókaínneysla hans jókst og varð til þess að hann missti af æfingum og leikjum. Þá var vinskapur Maradona við leiðtoga og meðlimi mafíunnar sem starfaði í Napoli, Camorra, þyrnir í augum þeirra sem stýrðu málum hjá Napoli.

Seinna viðurkenndi Maradona í heimildarmynd sem gerð var um hann og gefin var út árið 2019 að vikan hans þegar hann lék með Napoli hafi verið þeim hætti að hann hafi djammað allar helgar eftir að leik helgarinnar var lokið og fram á miðvikudag. Þá hefði hann snúið aftur til æfinga og oft æft einn til þess að ná upp fyrri úthaldi og styrk. Svo hafi hann verið orðinn nógu góður á leikdegi til þess að framkvæma snilli sína. Maradona stóð einnig í áralöngu stappi við ítölsk skattayfirvöld.

Maradona var svo árið 1991 úrskurðaður í 15 mánaða bann frá knattspyrnuiðkun eftir að hafa fallið á lyfjaprófi vegna kókaínneyslu og brottför hans frá Napoli var ekki sveipuð sama dýrðarljóma og hátindur hans inni á knattspyrnuvellinum.

Marseille og Real Madrid sýndu áhuga á kröftum Maradona en á endanum ákvað hann að semja við Sevilla þar sem han spilaði í eittt ár og árið In 1993 fór hann svo aftur heim og lék fyrir Newell's Old Boys. Tveimur árum síðar endurnýjaði Maradona kynnin við Boca Juniors þar sem hann spilaði í tvö ár.

Ef einhver knattspyrnumaður er lifandi sönnun þess að máltakið margur er knár þótt hann sé smár þá er það Maradona. Þegar hann fullorðnaðist náði hann því að verða 165 sentímetra hár en það háði honum ekki í baráttu sinni við að verða einn af bestu leikmönnum sögunnar.

Tæknileg geta þessa snaggarlega leikmanns var gjörsamlega frábær og unun var að horfa á hann fífla andstæðinginn upp úr skónum með gabbhreyfingum sínum. Þá hafði hann gott auga fyrir spili og var sparkviss með eindæmum.

Maradona var fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að verða keyptur fyrir metfé tvisvar sinnum en það gerðist í fyrra skipti þegar hann gekk til liðs við Barcelona og í seinna skiptið þegar Argentínumaðurinn færði sig um set til Napoli.

Þátttaka Maradona á heimsmeistaramótum með Argentínu var sannkölluð rússibanareið en hann lék fjórum sinnum fyrir þjóð sína á HM. Árið 1986 leiddi hann lið sitt til sigurs á mótinu eftir að hafa skoraði með hönd guðs, fjórum árum síðar töpuðu hann og samherjar hans fyrir Vestur-Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar og árið 1994 var hann sendur heim af miðju móti sökum þess að hann féll á lyfjaprófi.