Þríþraut

Guðlaug Edda hafnaði í 20. sæti á EM

Guðlaug Edda Hannesdóttir stóð sig vel á Evrópumeistaramótinu í þríþraut sem haldið var í Glasgow i Skotlandi í dag.

Guðlaug Edda Hannesdóttir var í eldlínunni í Glagow í dag. Mynd/ITU

Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í dag á Evrópumeistaramótinu í þríþraut sem fram fór í Glasgow. Keppt var í ólympískri vegalengd sem samanstendur af 1500 m sundi, 40 km hjólreiðum og 10 km hlaupi og mættar voru til leiks 45 af sterkustu þríþrautarkonum Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar eiga fulltrúa í Elite flokki á svo sterku þríþrautarmóti.

Guðlaug Edda byrjaði keppnina vel og átti gríðarsterkt sund, synti fyrri hring 9:28 og seinni á 9:20 og var 10. kona eftir sundið. Skipting yfir á hjól gekk einnig vel, og allur hjólahlutinn gekk frábærlega en Guðlaug Edda hélt sinni stöðu allan tímann. Þar hjólaði hún í stórum og sterkum hóp sem elti þrjár fremstu konur. 

Guðlaug Edda kom 14. inn á skiptisvæðið áður en skipt var í hlaupið en það voru um 20 konur að koma inn á sama tíma. Í hlaupinu dreifðist meira úr keppendum og var Guðlaug Edda í 19. sæti eftir fyrsta hring af þremur en hún hljóp þar meðal annars með Evrópumeistaranum frá 2016, India Lee. 

Hún tók framúr Lee á endasprettinum og endaði í 20. sæti á tímanum 2:05:19, en Nicola Spirig frá Sviss, gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum 2012 og silfurverðlaunahafi frá Ríó, kom fyrst í mark og varð Evrópumeistari. Önnur varð Jess Learmonth frá Bretlandi og Cassandre Baugrand var þriðja.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Handbolti

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Fótbolti

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Auglýsing

Nýjast

Wenger boðar endurkomu sína

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Turan fær væna sekt fyrir líkamsárás

Meistararnir byrjuðu á sigri

Frábært ár varð stórkostlegt

Auglýsing