Þríþraut

Guðlaug Edda hafnaði í 20. sæti á EM

Guðlaug Edda Hannesdóttir stóð sig vel á Evrópumeistaramótinu í þríþraut sem haldið var í Glasgow i Skotlandi í dag.

Guðlaug Edda Hannesdóttir var í eldlínunni í Glagow í dag. Mynd/ITU

Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í dag á Evrópumeistaramótinu í þríþraut sem fram fór í Glasgow. Keppt var í ólympískri vegalengd sem samanstendur af 1500 m sundi, 40 km hjólreiðum og 10 km hlaupi og mættar voru til leiks 45 af sterkustu þríþrautarkonum Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar eiga fulltrúa í Elite flokki á svo sterku þríþrautarmóti.

Guðlaug Edda byrjaði keppnina vel og átti gríðarsterkt sund, synti fyrri hring 9:28 og seinni á 9:20 og var 10. kona eftir sundið. Skipting yfir á hjól gekk einnig vel, og allur hjólahlutinn gekk frábærlega en Guðlaug Edda hélt sinni stöðu allan tímann. Þar hjólaði hún í stórum og sterkum hóp sem elti þrjár fremstu konur. 

Guðlaug Edda kom 14. inn á skiptisvæðið áður en skipt var í hlaupið en það voru um 20 konur að koma inn á sama tíma. Í hlaupinu dreifðist meira úr keppendum og var Guðlaug Edda í 19. sæti eftir fyrsta hring af þremur en hún hljóp þar meðal annars með Evrópumeistaranum frá 2016, India Lee. 

Hún tók framúr Lee á endasprettinum og endaði í 20. sæti á tímanum 2:05:19, en Nicola Spirig frá Sviss, gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum 2012 og silfurverðlaunahafi frá Ríó, kom fyrst í mark og varð Evrópumeistari. Önnur varð Jess Learmonth frá Bretlandi og Cassandre Baugrand var þriðja.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Handbolti

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Sport

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Auglýsing

Nýjast

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Tottenham aftur upp fyrir nágrannaliðin

ÍBV með tvo sigra í röð | KA vann nágrannaslaginn

Auglýsing