Sport

Guðlaug Edda heimsmeistari í tvíþraut

Guðlaug Edda Hannesdóttir vann í dag Heimsmeistaramótið í tvíþraut (e. aquathlon) í Middelfart í Danmörku er hún kom í mark á 31:15, 48 sekúndum á undan Hannah Kitchen sem kom í mark í öðru sæti.

Guðlaug Edda efst á palli með sigurverðlaunin í Danmörku í dag. Mynd/Aðsend

Guðlaug Edda Hannesdóttir vann í dag Heimsmeistaramótið í tvíþraut (e. aquathlon) í Middelfart í Danmörku er hún kom í mark á 31:15, 48 sekúndum á undan Hannah Kitchen sem kom í mark í öðru sæti.

Þurftu keppendur að synda einn kílómetra áður en þær hlupu fimm kílómetra en Guðlaug Edda var með næst bestu tímana í báðum greinum sem skilaði henni fyrsta sætinu. Fór keppnin fram í 24 stiga hita sem auðveldaði keppendum ekki fyrir.

Er hún ein fremsta þríþrautakona landsins en á dögunum fékk hún styrktarsamning hjá Ólympíusamhjálpinni vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sumarið 2022.

Sigríður Gylfadóttir, móðir Guðlaugar, birti myndband af lokametrunum hjá henni í dag sem sjá má hér fyrir neðan en hún tók einnig þessar myndir.

Guðlaug brosti sínu breiðasta við myndatökur eftir verðlaunaafhendinguna. Mynd/Aðsend

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Fótbolti

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Körfubolti

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

Auglýsing

Nýjast

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Þróttur búinn að ráða þjálfara

Þrjár reyna við heimsleikana

Auglýsing