Sport

Guðlaug Edda heimsmeistari í tvíþraut

Guðlaug Edda Hannesdóttir vann í dag Heimsmeistaramótið í tvíþraut (e. aquathlon) í Middelfart í Danmörku er hún kom í mark á 31:15, 48 sekúndum á undan Hannah Kitchen sem kom í mark í öðru sæti.

Guðlaug Edda efst á palli með sigurverðlaunin í Danmörku í dag. Mynd/Aðsend

Guðlaug Edda Hannesdóttir vann í dag Heimsmeistaramótið í tvíþraut (e. aquathlon) í Middelfart í Danmörku er hún kom í mark á 31:15, 48 sekúndum á undan Hannah Kitchen sem kom í mark í öðru sæti.

Þurftu keppendur að synda einn kílómetra áður en þær hlupu fimm kílómetra en Guðlaug Edda var með næst bestu tímana í báðum greinum sem skilaði henni fyrsta sætinu. Fór keppnin fram í 24 stiga hita sem auðveldaði keppendum ekki fyrir.

Er hún ein fremsta þríþrautakona landsins en á dögunum fékk hún styrktarsamning hjá Ólympíusamhjálpinni vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sumarið 2022.

Sigríður Gylfadóttir, móðir Guðlaugar, birti myndband af lokametrunum hjá henni í dag sem sjá má hér fyrir neðan en hún tók einnig þessar myndir.

Guðlaug brosti sínu breiðasta við myndatökur eftir verðlaunaafhendinguna. Mynd/Aðsend

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Hafnaði liðum í Svíþjóð en ætlar út eftir áramót

Íslenski boltinn

Dagný búin að semja við Selfoss

Íslenski boltinn

Aukaspyrna Olivers tryggði Blikum stigin þrjú

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

Fótbolti

Ronaldo: Flestir leikmenn á mínum aldri fara til Katar eða Kína

HM 2018 í Rússlandi

Lovren: Frakkar spiluðu ekki fótbolta

HM 2018 í Rússlandi

Tóku Macron í dab-kennslu­stund í klefa eftir leik

Auglýsing