Handbolti

Guðjón Valur orðaður við PSG

Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsmaður í handbolta er nefndur til sögunnar mögulegur arftaki þýska vinstri hornamannsins Uwe Gensheimer hjá franska stórliðinu PSG.

Guðjón Valur Sigurðsson gæti verið á leið frá Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. Fréttablaðið/Getty

Franski fjölmiðillinn Le Parisen slær því upp í grein sinni að Guðjón Valur Sigurðsson og þýski hornamaðurinn Uwe Gensheimer muni skipta um lið í sumar. 

Þannig myndi Guðjón Valur ganga til liðs við PSG þar sem Gensheimer hefur spilað frá árinu 2016 og Gensheimer leysa íslenska landsliðsmanninn af í vinstra horninu hjá Rhein-Neckar Löwen. 

Þetta yrði þá í annað skipti sem Guðjón Valur myndi leysa Gensheimer af hólmi, en Guðjón gekk í raðir þýsku Ljónanna frá Barcelona þegar þýski landsliðsmaðurinn fór frá Rhein-Neckar Löwen til PSG á sínum tíma. 

Fram kemur i frétt franska fjölmiðilsins að málin í kringum þessi félagaskipti séu komin svo langt á veg að þau verði kláruð í næstu viku. 

Guðjón Valur hefur nú þegar orðið landsmeistari í Danmörku, Þýskalandi og Spáni og gæti nú verið að bæta Frakklandi við.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Þriðji stórsigur Noregs í röð

Handbolti

Noregur á enn von eftir stórsigur

Handbolti

Óðinn í liði umferðarinnar

Auglýsing

Nýjast

Misjafnt gengi Manchester-liðanna

Arnór: „Dreymt um þetta síðan maður var krakki“

Arnór skoraði og lagði upp gegn Real Madrid

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Sterling þótti bera af í nóvember

Vandræði hjá Liverpool með varnarlínuna

Auglýsing