Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt þegar hann var að verða samningslaus.

Guðjón sneri aftur á heimaslóðir þegar hann kom heim úr atvinnumennsku sumarið 2015 og hefur verið lykilleikmaður hjá liðinu undanfarin ár.

Hefur hann leikið 68 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild og skorað 27 mörk. 

Varð Guðjón bikarmeistari með Stjörnunni á dögunum og vann sinn fyrsta titil með uppeldisfélaginu. Gæti hann bætt við titli í lok tímabils enda Stjarnan í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn.