Íslenski boltinn

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt þegar hann var að verða samningslaus.

Guðjón í leik með Stjörnunni fyrr í sumar. Fréttablaðið/Ernir

Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt þegar hann var að verða samningslaus.

Guðjón sneri aftur á heimaslóðir þegar hann kom heim úr atvinnumennsku sumarið 2015 og hefur verið lykilleikmaður hjá liðinu undanfarin ár.

Hefur hann leikið 68 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild og skorað 27 mörk. 

Varð Guðjón bikarmeistari með Stjörnunni á dögunum og vann sinn fyrsta titil með uppeldisfélaginu. Gæti hann bætt við titli í lok tímabils enda Stjarnan í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

„Þakklátur fyrir þetta tækifæri sem KSÍ veitir mér“

Íslenski boltinn

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

Íslenski boltinn

Jeffs verður aðstoðarmaður Jóns Þórs

Auglýsing

Nýjast

Bayern sótti þrjú stig til Grikklands

Lið Man United festist aftur í umferðarteppu

Sendu treyjur til Malawaí handa munaðarlausum

„Gríska liðið er í kynslóðaskiptum eins og við“

Ólíklegt að Usain Bolt semji við ástralska liðið

„Ekki tilbúnir til að vinna Meistaradeildina“

Auglýsing