Íslenski boltinn

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt þegar hann var að verða samningslaus.

Guðjón í leik með Stjörnunni fyrr í sumar. Fréttablaðið/Ernir

Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt þegar hann var að verða samningslaus.

Guðjón sneri aftur á heimaslóðir þegar hann kom heim úr atvinnumennsku sumarið 2015 og hefur verið lykilleikmaður hjá liðinu undanfarin ár.

Hefur hann leikið 68 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild og skorað 27 mörk. 

Varð Guðjón bikarmeistari með Stjörnunni á dögunum og vann sinn fyrsta titil með uppeldisfélaginu. Gæti hann bætt við titli í lok tímabils enda Stjarnan í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Ársmiðasala hefst á þriðjudaginn

Íslenski boltinn

Jón Þór hefur leik gegn Skotlandi

Íslenski boltinn

Gervigrasið á Víkingsvellinum klárt í júní

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Auglýsing