Íslenski boltinn

Guðjón áfram á Hlíðarenda

Guðjón Pétur Lýðsson fer ekki frá Val eins og hann hafði óskað eftir.

Guðjón í leik með Val síðasta sumar. Fréttablaðið/Anton

Guðjón Pétur Lýðsson verður áfram í herbúðum Vals. Valsmenn sendu frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti.

Guðjón hefur byrjað á bekknum í tveimur af fyrstu þremur leikjum Vals í Pepsi-deildinni og í gær óskaði hann eftir að fá að fara frá félaginu.

Ekkert varð hins vegar úr því og Guðjón verður áfram hjá Val, allavega til 15. júlí þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný.

Guðjón var í lykilhlutverki hjá Val þegar liðið varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Hann skoraði þá átta mörk í 22 deildarleikjum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Íslenski boltinn

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Íslenski boltinn

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing

Nýjast

Guðrún Brá í 39. sæti eftir tvo hringi

Viðræður hafnar við Martial

Dirk Nowitzki fékk ótrúlegar móttökur í nótt

Jussi hættir sem afreksstjóri GSÍ

Hildur og Martin valin best af KKÍ

Tapið gegn Liverpool ekki síðasta hálmstráið

Auglýsing