Íslenski boltinn

Guðjón áfram á Hlíðarenda

Guðjón Pétur Lýðsson fer ekki frá Val eins og hann hafði óskað eftir.

Guðjón í leik með Val síðasta sumar. Fréttablaðið/Anton

Guðjón Pétur Lýðsson verður áfram í herbúðum Vals. Valsmenn sendu frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti.

Guðjón hefur byrjað á bekknum í tveimur af fyrstu þremur leikjum Vals í Pepsi-deildinni og í gær óskaði hann eftir að fá að fara frá félaginu.

Ekkert varð hins vegar úr því og Guðjón verður áfram hjá Val, allavega til 15. júlí þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný.

Guðjón var í lykilhlutverki hjá Val þegar liðið varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Hann skoraði þá átta mörk í 22 deildarleikjum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Íslenski boltinn

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

Fótbolti

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Auglýsing

Nýjast

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Stjarnan skoraði níu í Árbænum og er komin í bikarúrslit

Ronaldo á vinsælustu íþróttamynd í sögu Instagram

Var sendur heim og afþakkaði svo silfurmedalíu

Auglýsing