Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur lokið þátttöku á öðru LET access-mótinu sem hún tekið þátt í á árinu. Mótið fór fram á Gams-Werdengerg golfvellinum í austurhluta Swiss.

Spilað var með nýju fyrirkomulagi, fyrst voru leiknir tveir hringir í höggleik með niðurskurði niður í 48 stelpur og síðan átti að vera þrisvar sinnum níu holu holukeppni. Vegna veðurs endaði mótið með tvisvar sinnum níu holu holukeppni.

Leikið var við alls konar veðurskilyrði á meðan á mótinu stóð en keppendur fengu að reyna sig í sól, rigningu, vindi, snjó og logni.

Guðrún Brá spilaði fyrstu tvo hringina á samtals á 74 höggum annars vegar og 69 höggum hins vegar og var samanlagt á einu höggi undir pari vallarins og náði niðurskurðinum.

Hún lék besta hring dagsins á öðrum deginum og náði að koma sér úr 48. sæti upp í 7. sæti. Þriðja daginn laut Guðrún svo lægra haldi í holukeppninni og datt þá niður í 28. sæti í heildina.

Frammistaða hennar skilaði Guðrúnu stigi á LET access-listannum en næsta mót sem hún tekur þátt í á mótaröðinni verður einnig í Swiss eftir rúma viku.