Stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar fengu keppnisrétt á mótinu og er þetta í annað sinn sem Guðrún Brá tekur þátt á lokamóti mótaraðarinnar.

Guðrún lék hringina fjóra á mótinu á samtals tveimur höggum yfir pari og endaði í 75. sæti mótaraðarinnar í ár.

Árangur hennar tryggir henni keppnisrétt á mótaröðinni á næsta tímabili sem hefst í febrúar á næsta ári.

Í tilkynningu Golfsambands Íslands um árangur Guðrúnar segir að hún hafi tekið þátt á 16 mótum á LET Evrópumótaröðinni á nýafstöðnu tímabili, besti árangur hennar var 12. sæti. ,, Guðrún Brá er fjórða íslenska konan sem er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Hinar þjár eru Ólöf María Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir," segir í tilkynningu Golfsambands Íslands.