Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék í dag fimmta og síðasta hringinn á lokastigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í golfi kvenna á La Manga á Spáni. Guðrún Brá spilaði lokahringinn á tveimur höggi yfir pari vallarins og hringina fimm þar með á þremur höggum yfir pari.
Það skor skilar henni í 10. - 19. sæti á mótinu en 20 efstu kylfingarnir fá þátttökurétt í Evrópumótaröðinni þetta keppnistímabilið. Guðrún Brá hefur þar af leiðandi öðlast þátttökurétt á mótaröðinni í fyrsta skipti á ferli sínum en þetta er í þriðja skipti sem hún reynir við þann áfanga.
Efstu fimm kylfingarnir fá þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna sem kallast 5c. Kylfingar í 6.-20. sæti fá þátttökurétt 8a og þeir sem enda í sætum 21-60 fá þátttökurétt 9b. Sá þátttökuréttur sem Guðrún Brá fær skilar henni inngöngu í flest mót á árinu.
Guðrún Brá lék stöðugt golf á þessum fimm hringjum en hún var allan tímann á meðal efstu kylfinga á mótinu. Fyrst hringinn lék hún á tveimur yfir pari vallarins, annar hringurinn var sá besti en þá lék hún á fjórum undir pari, þriðja hringinn spilaði hún svo á þremur yfir pari og þann fjórða á pari.
Hún fékk svo tvo skolla á fyrstu og síðustu holu á lokahringnum en lék hinar 16 holurnar á pari vallarins.