Til stóð að Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Keili myndi leika á móti í Sviss í LET Access-mótaröðinni um næstu helgi.

Þess í stað mun hún leika á móti sem er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni og er haldið á Spáni dag­ana 16.-19. maí.

Evrópumótaröðin er sterkari vettvangur en LET Access-mótaröðin en Evrópumótaröðin er sú næststerkasta í heimi.

Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni verður einnig á meðal þátt­tak­enda á mót­inu um næstu helgi sem fer fram í Sotogrande í suður­hluta lands­ins.