Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir bætti eigið vallarmet á Nesvellinum á Seltjarnarnesi þegar hún bar sigur úr býtum á Opna Coca Cola mótið um helgina.

Guðrún Brá, sem keppir fyrir Keili bætti vallarmet sitt um tvö högg en hún lék hringinn á 64 höggum sem er átta höggum udnir pari vallarins.

Næstir á eftir Guðrúnu Brá á mótinu voru heimamennirnir Kjartan Óskar Guðmundsson og Ólafur Marel Árnason á 69 höggum.

Einnig var leikið í punktakeppni og þar varð Jóhanna Halldórsdóttir efst á 43 punktum. Dagbjartur Björnsson varð annar með sama puktafjölda og Ómar Ingi Ákason þriðji með 41 punkt.

Um er að ræða elsta opna golfmótið á Íslandi en það var fyrst haldið árið 1961.