Tilkynnt hefur verið hvernig byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður þegar liðið mætir Hollandi í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli klukkan 18.45 í kvöld.

Þorsteinn Hreiðar Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, boðaði það að hann myndi koma fótboltaáhugamönnum á óvart með liðsvali sínum og þar hefur hann líklega átt við að þjálfarateymið ákveður að stilla Guðnýju Árnadóttur upp í hægri bakverði í þessum leik.

Íslenska liðið er annars þannig skipað: Sandra Sigurðardóttir - Hallbera Guðný Gísladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðný Árnadóttir - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir - Agla María Albertsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir.