Þeir gerast ekki mikið stærri gestirnir en sá sem fenginn var í Íþróttavikuna með Benna Bó í þetta skiptið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sat þá í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþrótta á Torgi.  

Guðni fylgist náðið með strákunum okkar á HM í handbolta en hefur ekki enn getað farið út sjálfur. 

„Dagskráin hefur verið þannig að ég átti þess ekki kost að fara á milliriðla. Án þess að vilja storka örlögunum bind ég raunhæfar vonir um að geta haldið út eftir helgi og fylgst með leik Íslands í 8-liða úrslitum.“ 

Forsetinn hefur verið sáttur með mótið. 

„Þetta mót er búið að vera skemmtilegt. Auðvitað nögum við okkur í handarbökin að hafa ekki náð sigri á móti Ungverjum. Sá leikur situr aðeins í manni. 

Auðvitað er það þetta mót núna sem skiptir máli en framtíðin er björt í íslenskum karlahandbolta.“ 

Umræðan í heild er hér að neðan.