Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Strákunum okkar í karlalandsliðinu í handbolta hlýhuga kveðju í dag og hrósaði þeim fyrir viðleitnina á Evrópumótinu í handbolta.

Forsetinn segir að það hafi verið magnað að fylgjast með baráttuandanum innan vallar. Menn hafi ekki skýlt sér á bak við afsakanir og að ekki hafi verið hægt að fara fram á meira.

Til marks um það og viðleitni landsliðsins til brottfalls leikmanna vegna Covid-19 smita vitnaði Guðni í Gunnlaug Ormstungu.

„Ei skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir, sagði Gunnlaugur ormstunga þegar Eiríkur jarl var hissa á að hann haltraði ekki með sár á fæti. Sama gildir þessa daga úti í Ungverjalandi: Við missum menn í einangrun vegna veirusmits en kvörtum ekki undan því.“

Guðni var viðstaddur leiki Íslands gegn Danmörku og Frakklandi þar sem Ísland vann ríkjandi Ólympíumeistaranna með glæsibrag.

Eftir naumt tap gegn Króatíu í dag er það ljóst að Íslendingar þurfa að treysta á frændur okkar, Dani, og vinna um leið Svartfjallaland til að komast áfram í undanúrslitin.