Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, birtir skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann sýnir frá skákeinvígi sínu við Hauk, átta ára dreng á Fischer Random skákmótinu sem stendur yfir í Reykjavík þessa dagana.
Forsetinn er áhugamaður um skák og hefur oft tekið þátt í viðburðum í tengslum við skákíþróttina.
Í myndbrotinu sem sjá má hér fyrir neðan heyrist að norska ríkissjónvarpið sýndi áhuga á að ræða við Guðna á meðan hann tefldi við Hauk.
Played, and lost, to 8 year old Haukur! Still, I had a wonderful time at @fischer_random World Championship Finals in Reykjavík. Most important is to enjoy the game, right? Watch out for this one in the future. https://t.co/IWfEjd6qP0
— President of Iceland (@PresidentISL) October 26, 2022
Í færslunni talar Guðni um að Haukur sé efnilegur skákmaður og að það yrði gaman að fylgjast með framtíð hans í skákíþróttinni , en um leið að það mikilvægasta væri að njóta leiksins.