Guðni Bergs­son hefur sagt af sér sem for­maður Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands, KSÍ stað­festi þetta með til­kynningu á Twitter rétt í þessu. Frekari upp­lýsinga er að vænta frá sam­bandinu síðar í dag.

Heimildir úr her­búðum KSÍ herma að þrýst hafi verið á Guðna af stjórn KSÍ að stíga til hliðar vegna van­trausts á stjórn sam­bandsins í kjöl­far meintra of­beldis­brota leik­manna ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu.

Allir starfs­menn KSÍ voru boðaðir á fund á skrif­stofu KSÍ klukkan 16:00 í dag. Til­efnið var að ræða niður­stöðu stjórnarinnar sem hefur fundað stíft um helgina varðandi meint of­beldis­brot leik­manna lands­liðsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.