Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, leiddu skrúðgöngu stuðningsmanna Íslands að vellinum í dag fyrir leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna.

Guðni og Lilja voru í fremstu röð ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ. Þetta er annar leikurinn í röð sem stuðningsmannahópur Íslands gengur í skrúðgöngu í átt að vellinum.

Hér fyrir ofan má sjá fleiri myndir frá stuðningsmannasvæðinu í Manchester.