Þeir gerast ekki mikið stærri gestirnir en sá sem fenginn var í Íþróttavikuna með Benna Bó í þetta skiptið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sat þá í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþrótta á Torgi.  

Björgvin Pál Gústavsson markvörður hefur verið í umræðunni og er Guðni mikill aðdáandi. 

„Mér finnst virkilega aðdáunarvert hjá Björgvini Páli að nýta sína reynslu, erfiðu lífsreynslu. Hann fæddist ekki með silfurskeið í munni og hans æska var erfið að mörgu leyti. Nú vill hann láta gott af sér leiða og gerir það svo sannarlega svo eftir er tekið.“ 

Björgvin sagði á dögunum að hann vildi verða forseti einn daginn. 

„Ég gef ekkert út um það hver er minn eftirmaður og þegar þar að kemur mun ég halda mig til hlés. Ég er handviss um að á þessu landi erum við svo vel sett að næsti forseti verður þjóðinni til sóma,“ segir Guðni léttur. 

Umræðan í heild er hér að neðan.