Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son, kylf­ing­ur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, bar í dag sigur úr býtum á Svea Leasing Open mót­inu í Svíþjóð en mótið er hluti af Nordic mótaröðinni.

Guðmund­ur Ágúst hefur nú borið sigurorð á þremur mótum á mótaröðinni á þessu keppnistíma­bili. Þar með tryggði hann sér rétt til þess að keppa á Áskor­enda­mótaröð Evrópu út yfirstandandi tímabil.

Hann lék þriðja og síðasta hring­inn í dag á 67 högg­um eða fimm högg­um und­ir pari vallarins. Guðmundur Ágúst fékk sjö fugla á lokahringn­um en hann lék hringina þrjá á 200 högg­um eða 16 högg­um und­ir pari. Hann varð fjór­um högg­um á und­an næstu kylfingum þegar upp varð staðið.

Áskorendamótaröðn er næst sterkasta mótaröð í Evrópu en Guðmundur Ágúst er þriðji íslenski kylfingurinn til þess að leika á mótaröðinni. Áður hafa Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson leikið á mótaröðinni.