Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun koma saman til æfinga 1. - 6. nóvember næstkomandi og hefur Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins valið 20 leikmenn fyrir þetta verkefni.

Tveir nýliðar eru í hópnum en það eru þeir Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður Vals, Elvar Ásgeirsson, sem leikur með franska liðinu Nancy.

Þessar æfingar marka upphafið að undirbúningi liðsins fyrir EM 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar í upphafi næsta árs. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

Að þessi verkefni loknu hittist liðið ekki fyrr en eftir áramót en þá hefst lokaundirbúningur fyrir EM. Þá verða spilaðir tveir vináttulandsleikir gegn Litháen hér heima.

Liðið heldur utan 11. janúar en fyrsti leikur strákanna okkar á EM er föstudaginn 14. janúar gegn Portúgal.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:
Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0)
Grétar Ari Guðjónsson, Nice (7/0)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1)

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76)
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593)
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo (82/230)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Valur (0/0)
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14)
Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51)
Haukur Þrastarson, Lomza Vive Kielce (20/22)
Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23)
Kristján Örn Kristjánsson, Pauc Handball (12/18)
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44)
Ólafur Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150)
Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndball (12/24)
Teitur Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22)
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (21/55)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (52/23)