Handboltasamband Íslands, HSÍ, heldur í dag blaðamannafund fyrir þátttöku karlalandsliðsins í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu og hefst í vikunni.

Guðmundur Þórður Guðmundsson mun í upphafi fundar fara yfir undirbúning landsliðins síðustu daga og verkefni strákanna okkar á Evrópumótinu.

Þá situr Aron Pálmarsson, þjálfari íslenska liðsins, fyrir svörum á fundinum sem sjá má hér að neðan.