Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þ. Guðmundsson var í dag ráðinn sem þjálfari Melsungen í þýsku deildinni út þetta tímabil.

Hann mun fylgjast með liðinu af hliðarlínunni á morgun og stýra liðinu í fyrsta sinn gegn Bjerringbro/Silkeborg um helgina.

Heiko Grimm var vikið frá störfum á dögunum og fengu Guðmund til að taka við liðinu fram í sumar með ákvæði um möguleika á framlengingu.

Guðmundur stýrði liði Rhein-Neckar Löwen í fjögur ár frá 2010-2014 áður en hann tók við danska landsliðinu og stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum.

Þá stýrði Guðmundur Dormagen frá 1999-2001 en samkvæmt tilkynningu HSÍ mun þetta ekki trufla Guðmund með íslenska landsliðið.