Guðmundur tekur við liðinu að tímabilinu loknu en vildi ekki staðfesta hvort að hann myndi halda áfram í starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta.

Í samtali við tv2.dk greindi Guðmundur frá því að hann hefði tilkynnt forráðamönnum Melsungen í byrjun september að hann hefði hug á því að fara aftur til Danmerkur.

Hann stýrði danska landsliðinu til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó en hann stýrði einnig liði Svendborg frá 2009 til 2010.'

Þá greindu þeir frá því að markmiðið væri að berjast um alla titla sem stæðu til boða árið 2025 sem gefur honum þriggja ára tíma til að móta nýtt lið eftir að Jesper Houmark stígur frá borði.