Mótið fer fram í Svíþjóð og eru þrír Íslendingar að keppa. Ásamt Guðmundi eru Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús skráðir til leik en þeir leika allir fyrir hönd GR.

Guðmundur lék best allra Íslendingana á fyrsta hring þegar hann kom í hús á fjórum höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og einn skolla í gær og var meðal efstu kylfinga eftir fyrsta dag.

Andri Þór lék fyrsta hringinn á pari vallarins en Haraldur átti erfitt uppdráttar og lék á þremur höggum yfir pari með sex skollum.