Kylfingurinn Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son lék afbragðs gott golf á öðrum hringnum á Slovakia Chal­lenge mót­inu í dag.

Mótið er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu, næst sterk­ustu at­vinnu­mótaröð álf­unn­ar. Guðmundur Ágúst er ekki með fullan keppnisrétt á mótaröðinni en fékk boð um að leika á þessu móti.

Eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 74 höggum í gær bætti hann sig um sjö högg í dag, lék á 67 höggum og komst í gegnum niðurskurð mótsins.  

Hann lék á næst besta skorinu á hringnum í dag og gefur þessi spilamennska góð fyrirheit fyrir seinni hringina tvo á mótinu.