Guðmundur Guðmundsson hefur ákveðið að kalla þá Dag Gautason leikmann Stjörnunnar og Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmann FK Skövde HK til móts við landsliðið. Dagur og Bjarni koma til Búdapest í kvöld og í fyrramálið.

COVID staða landsliðsins versnaði í dag þegar Elliði Viðarsson greindist með veiruna og Björgvin Páll Gústavsson er aftur í einangrun.

Íslenska liðið mætir Svartfjallalandi á morgun og þarf á sigri að halda ef liðið ætlar sér í undanúrslit. Það eitt og sér dugar þó ekki til því einnig þarf að treysta á að Danir vinni Frakkland.

Einnig barst landsliðinu liðsauki í gær þegar Rúnar Pálmason, sjúkraþjálfari kom til Búdapest til að aðstoða við ummönnun á strákunum okkar.