Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur, fékk kampavínsflösku að launum fyrir að fara holu í höggi á Singapore Classic mótinu á Evrópumótaröð karla í golfi um síðustu helgi.

Þetta staðfesti fjölmiðlafulltrúi mótaraðarinnar í samtali við Fréttablaðið.

Á sumum mótum á mótaröðinni tíðkast að leikmenn fái rífleg verðlaun fyrir að fara holu í höggi en það var ekki á fyrrnefndu móti.

Dan Bradbury fékk á dögunum Genesis G70 bifreið fyrir að fara holu í höggi á Abu Dhabi Golf Championship og Nathan Kimsey fékk um fjórar milljónir íslenskra króna fyrir að fara holu í höggi á suður-afríska meistaramótinu.

Þá hafa sautján leikmenn fengið BMW-bíl að launum fyrir að fara holu í höggi á BMW International.