Athygli vekur að markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson, hefur gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni, hann hefur ekki leikið með landsliðinu að undanförnu en hefur verið í frábæru formi hér heima fyrir með Valsmönnum.

Þá er Einar Þorsteinn Ólafsson, sonur Ólafs Stefánssonar, einn af þeim sem kemur til greina í landsliðið fyrir EM.

Reyndustu leikmenn hópsins eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Bjarki Már Elísson, Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og Arnór Þór Gunnarsson.

Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 2. janúar nk. og leikur tvo vináttulandsleiki við Litháen á Ásvöllum í Hafnarfirði 7. og 9. janúar.

Liðið heldur síðan til Búdapest í Ungverjalandi þar sem liðið mun leika í B-riðli ásamt Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil en hann fer einnig fram í Búdapest.

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (41/1)
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (236/16)
Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0)
Grétar Ari Guðjónsson, Cavial Nice (7/0)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1)

Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (82/230)
Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23)
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (1/1)
Vignir Stefánsson, Valur (8/18)

Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593)
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, IFK Skövde HK (0/0)
Daníel Þór Ingason, Balingen-Weilstetten (34/9)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Valur (0/0)
Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0)
Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266)
Óskar Ólafsson, Drammen (0/0)

Leikstjórnendur:
Andri Rúnarsson, TVB 1898 Stuttgart (0/0)
Elvar Örn Jónsson MT Melsungen (46/120)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51)
Haukur Þrastarson, Vive Tauron Kielce (20/22)
Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (49/69)

Hægri skytta:
Hafþór Vignisson, Stjarnan (0/0)
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (12/18)
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150)
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (21/55)

Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club (120/341)
Finnur Ingi Stefánsson, Valur (1/0)
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (39/86)

Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76)
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14)
Heimir Óli Heimisson, Haukar (6/9)
Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndbold (12/24)
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (52/23)