Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti næstbesta hring dagsins á móti Áskorendamótaröð Evrópu sem fer fram í Cape Town, Suður-Afríku.

GR-ingurinn lék mun betur í dag og kom í hús á sex höggum undir pari vallarins og er samtals á tveimur höggum undir pari á leiðinni inn í helgina.

Guðmundur átti erfitt uppdráttar á fyrsta hring en spilaði mun betur í dag þegar hann fékk sex fugla, einn örn og tvo skolla og kom í hús á 66 höggum.

Aðeins einn kylfingur, Aron Zemmer, lék betur en Guðmundur í dag en hann lék á 65 höggum.

Þetta er annað mót ársins eftir að Guðmundir missti af niðurskurðinum í fyrsta mótinu.