Guðmund­ur Andri Tryggva­son hefur samið við knattspyrnudeild Vals um að leika með liðinu í sumar en hann kemru til Vals frá Start í Nor­egi.

Guðmundur Andri gæti spilað með Val þegar liðið mætir FH í annarri umferð Íslandsmótsins á sunnudagskvöldið kemur.

Þessi 21 árs uppaldi KR-ingur gekk í raðir Start árið 2017 en hann lék með Víkingi sem lánsmaður sumarið 2019 og varð bikarmeistari með liðinu um haustið.

Hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli undanfarið en er nú orðinn heill heilsu og leikfær.