Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson sýndi frá púttæfingum sínum í samtali við Evrópumótaröðina í golfi við undirbúning fyrir mót vikunnar á Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur sem leikur fyrir hönd GR er mættur til Norður-Írlands til að taka þátt í Norður-írska meistaramótinu í golfi.

Guðmundur er einn þriggja Íslendinga sem er skráður til leiks ásamt Andra Þór Björnssyni og Haraldi Franklín Magnús.

View this post on Instagram

It’s all in the set up... #NIOpen

A post shared by Challenge Tour (@challengetour) on

Í myndbandinu sýnir Guðmundur hvernig hann stillir sér upp til að æfa púttin og talar um mikilvægi lengdarstjórnunar þegar verið er að pútta.