Ís­lenski at­vinnu­maðurinn Guð­mundur Ágúst Kristjáns­son er að gera flotta hluti á Hero Indian Open mótinu sem er hluti af Evrópu­móta­röðinni í golfi og er sem stendur í 3. sæti á mótinu þegar að tveimur hringjum er lokið.

Guð­mundur lék annan hring sinn á einu höggi undir pari vallarins, alls 71 höggi.

Á heildina litið er hann því á skorinu fimm undir pari, situr í 2. sæti mótsins en það er Þjóð­verjinn Y­annik Paul sem leiðir mótið með fimm högga for­skoti.

Ekki hafa allir kylfingar lokið við að leika annan hring og því gæti stað Guð­mundar breyst klukku­tíma frá klukku­tíma en engu að síður er hann í góðum málum.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála á Hero Indian mótinu hér.

Guðmundur varð í fyrra annar Íslendingurinn til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröð karla í golfi en hún er talin meðal sterkustu mótaraða heims.