Íslenski atvinnumaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er að gera flotta hluti á Hero Indian Open mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi og er sem stendur í 3. sæti á mótinu þegar að tveimur hringjum er lokið.
Guðmundur lék annan hring sinn á einu höggi undir pari vallarins, alls 71 höggi.
Á heildina litið er hann því á skorinu fimm undir pari, situr í 2. sæti mótsins en það er Þjóðverjinn Yannik Paul sem leiðir mótið með fimm högga forskoti.
Ekki hafa allir kylfingar lokið við að leika annan hring og því gæti stað Guðmundar breyst klukkutíma frá klukkutíma en engu að síður er hann í góðum málum.
Hægt er að fylgjast með stöðu mála á Hero Indian mótinu hér.
Guðmundur varð í fyrra annar Íslendingurinn til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröð karla í golfi en hún er talin meðal sterkustu mótaraða heims.