Guðmundur Ágúst er í öðru sæti þegar fyrsti dagurinn er hálfnaður á Opna portúgalska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

GR-ingurinn lék hring dagsins á þremur höggum undir pari með fjóra fugla og einn skolla.

Guðmundur er í harðri baráttu um að enda meðal tuttugu efstu á stigalista Áskorendamótaraðarinnar í lok tímabils sem myndi veita honum þátttökurétt í Evrópumótaröðinni.

Fyrir mót dagsins er hann í 31. sæti en með góðum árangri um helgina gæti hann færst ofar.