Knattspyrnumaðurnin Guðmann Þórisson hefur framlengt samning sinn við FH um eitt ár eða út keppnistímabilið 2021.

Guðmann hefur spilað tæplega 80 leiki fyrir FH í deild og bikar á tveimur skeiðum. Þessi 32 varnarmaður er annar leikmaðurinn sem semur við FH á skömmum tíma.

Fyrr í vikunni var tilkynnt að Hjörtur Logi Valgarðsson, vinstri bakvörður liðsins, hafi fest sig til framtíðar hjá Hafnarfjarðarfélaginu.

Eiður Smári Guðjohnsen sem verður aðalþjálfari FH-liðsins, Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarmaður hans, og Logi Ólafsson, tæknilegur ráðgjafi liðsins, eru þannig að koma mynd á leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil.