Þetta kemur fram í Twitter færslu KSÍ en ekki kemur fram hvers vegna Guðlaugur hefur haldið til Schalke í Þýskalandi.

Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins situr fyrir svörum á fréttamannafundi síðar í dag. Ætla má að hann útskýri málið frekar.

Guðlaugur var í byrjunarliði Íslands í leiknum gegn Armeníu á föstudag. Liðið mætir Liechtenstein í undankeppni HM á morgun.

Miðjumaðurinn knái gekk í raðir Schalke í sumar. Eftir frábæra tíma með íslenska landsliðinu á síðasta ári hefur Guðlaugi eins og fleirum mistekist að halda dampi innan vallar.