Valur sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem fram kom að Guðlaugur Arnarsson myndi stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks Vals í handbolta.

Snorri Steinn Guðjónsson mun því stýra liðinu einsamall á næsta ári.

Guðlaugur kom til Vals fyrir þremur árum og stýrði liðinu ásamt Óskari Bjarna Óskarssyni til sigurs á Íslandsmótinu á fyrsta ári sínu.

Síðustu tvö ár hafa Guðlaugur og Snorri stýrt liðinu saman en nú mun Snorri stýra liðinu upp á eigin spýtur.