Guðlaugur var í byrjunarliði liðsins gegn Armeníu á föstudag en verður ekki með gegn Liechtenstein á morgun.

„Gulli dróg sig út úr hópnum, hann taldi sig þurfa að fara til síns félags. Þá er hann ekki hérna," sagði Arnar á fundinum í dag og var augljóslega afar ósáttur með ákvörðun Guðlaugs.

„Hann taldi fyrir sjálfan sig mikilvægara að fara til Schalke frekar en að vera í hópnum. Það er best að tala við hann um nánari skýringar á því.“

Arnar reyndi að sannfæra Guðlaug um að vera áfram og sagði. „Við vildum að sjálfsögðu halda Gulla hjá okkur, það er ljóst að þegar við erum að velja hóp í tvo leiki þá viljum við halda þeim ópi. Svo geta komið upp leikbönn. Sem þjálfarar og þjálfari þá er það ekki ákjósanlegt sama hver ástæðan er.“

Meira á leiðinni...

Arnar reyndi að fá Guðlaug til að vera áfram en miðað við orð Arnars hafði miðjumaðurinn ekki áhuga á slíku. „Hvernig brást ég við? Ég sagði að við vildum halda honum, þetta er landsliðsverkefni. Við eigum rétt á leikmönnum, félögin geta ekki þvingað okkur til að skila leikmanni. Ég lét hann vita, við vorum ekki að sleppa honum," sagði Arnar og túlka mátti svipbrigði hans þannig að hann væri verulega ósáttur með Guðlaug.

Ótrúlegt magn lykilmanna er fjarverandi í þessu verkefni og er óvíst hvort eða hvenær hluti af þeim kemur til baka.

„Það eru mjög mörg brotföll, við vitum af hverju. Við höfum rætt það undanfarin mánuð, það er stór biti farin úr liðinu. Ef við kíkjum á leikinn gegn Ungverjalandi fyrir ellefu mánuðum. Það eru 9-10 leikmenn farnir úr byrjunarliðinu af mismunandi ástæðum. Ég talaði um þetta í september og þá var ég sakaður um að vera vælukjói," sagði Arnar og hélt svo áfram.

„Þetta er staðreyndin, ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni á morgun gegn Liechtenstein. Það er rosaleg skemmtilegt að vinna með þessum drengjum, sem eru hérna 100 prósent," sagði Arnar.