Guðjón Valur Sigurðsson tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna, 40 ára gamall eftir 24 ára feril.

Guðjón tilkynnti þessar fréttir á Instagram-síðu sinni og þakkaði öllum þeim sem hafa staðið með honum í gegnum tíðina.

Seltirningurinn lék með franska félaginu PSG á nýafstöðnu tímabili en hann hefur áður leikið með Rhein-Neckar Löwen, Barcelona Lassa, Kiel, Köbenhavn, Gummersbach og Essen.

View this post on Instagram

Jæja, það er komið að þeim tímapunkti sem allt íþróttafólk nær á sínum ferli. Eftir 25 ár í meistaraflokki og 21 ár í landsliðinu er loksins kominn tími á að skórnir fari á hilluna. Á svona tímamótum langar mig að þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Samherjum, þjálfurum, læknum, sjúkraþjálfurum, liðsstjórum, stuðningsmönnum og öllum hinum, líka mótherjum. Síðast en ekki síst langar mig að þakka fjölskyldu minni fyrir ómetanlegan stuðning og þá sérstaklega konunni minni og börnunum. Þóra, Ína, Jóna og Jason, þið hafið gert það þess virði að standa í þessu í öll þessi ár. Handboltinn hefur opnað mér heim sem fáum auðnast og ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa þegar ég var ungur gutti í Gróttu. Það sem eftir lifir eru minningarnar, bæði þær sætu og þær sáru, og fólkið sem ég hef kynnst á leiðinni.❤️ Takk fyrir mig, Guðjón Valur Well, it‘s come to that time in my career that all athletes reach eventually. After 25 years at the senior level and 21 years in the national team, I‘ve decided to retire. At this point in my life I would like to thank all of those who have stood by me through thick and thin. Teammates, coaches, doctors, physios, team managers, supporters and all the others, including opponents. Last but not least I would like to thank my family, especially my wife and children. Þóra, Ína, Jóna and Jason, you have made this all worthwhile all these years. Handball has opened a world to me few have had the privilege to experience. What remains are the memories, the sweet and the sour, and the people I‘ve met along the way.❤️ Takk, Guðjón Valur

A post shared by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on

Hann varð meistari í Þýskalandi, Danmörku, Spáni og Frakklandi ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Evrópukeppni félagsliða með Essen.

Hornamaðurinn lék fyrsta leik sinn á Íslandi árið 1995 og fór í fyrsta sinn með landsliðinu á stórmót árið 1999. Hann fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu.

Alls lék Guðjón Valur 364 leiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 1875 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.