Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Guðjón Valur tók við þjálfun Gummersbach um sumarið árið 2020. Þetta er hans fyrsta þjálfarastarf en Gummersbach situr í efsta sæti næst efstu deildar Þýkalands um þessar mundir. Liðið er með 24 stig þegar fjórtán umferðir hafa verið leiknar með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.

,,Ég er mjög ánægður með að Goggi hafi ákveðið að framlengja samning sinn hér. Þetta er mikilvægt skref fyrir okkur," sagði framkvæmdarstjóri Vfl. Gummersbach, Christoph Schindler í yfirlýsingu.

Guðjón Valur segist þakklátur að fá tækifæri til þess að halda áfram með verkefni sitt hjá Gummersbach. ,,Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hérna. Ég er mjög sáttur með samstarfið við leikmennina, þjálfarateymið sem og annað starfslið Gummersbach. Frá mínu sjónarhorni séð gengur okkur vel. Við erum með gott lið í höndum og vonandi getum við fagnað góðum árangri saman í framtíðinni."