Blikar lánuðu frá sér fjóra leikmenn úr karlaliði félagsins í knattspyrnu á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Guðjón Pétur Lýðsson var lánaður til Stjörnunnar en hann lék með Garðabæjarliðinu í næstfestu deild tímabilin 2007 og 2008. Þar er hann að endurnýja kynnin við Ólaf Davíð Jóhannesson sem þjálfaði hann hjá Val.

Arnar Sveinn Geirsson var svo lánaður til Fylkis, miðvallarleikmaðurinn Ólafur Guðmundsson til 1. deildarliðsins Keflavík og framherjinn Stefán Inga Sigurðarson til Grindavíkur sem sömuleiðis leikur í 1. deildinni.

FH-ingar fengu liðsstyrk í varnarlínu sína með því að fá vinstri bakvörðinn Loga Tómasson lánaðan frá Víkingi. Loga er ætlað að leysa meiðslavandræði FH-liðsins í vörninni en Pétur Viðarsson er að glíma við höfuðhögg og Guðmann Þórisson missti af síðasta liðsins vegna meiðsla.

HK fékk einnig til liðs við sig vinstri bakvörð en Ívar Örn Jónsson gekk til liðs við Kópavogsfélagið frá Val. Ívar Örn er uppalinn hjá Fram og HK en hann gekk í raðir Vals frá Víkingi fyrir leiktíðina 2018.

Fjölnir bætti við sig tveimur leikmönnum annars vegar ungverska varnarmanninum Peter Zachan og hins vegar danska framherjanum Christian Sivebæk.